tisa: Óviðráðanleg gleði

sunnudagur, janúar 25, 2009

Óviðráðanleg gleði

Makkinn minn ástkæri er kominn úr viðgerð og ég ræð ekki við mig af gleði.

Fleiri gleðifréttir.

Er að fara að skoða íbúð á morgun og er að deyja úr spenningi.
Ég ætla í Keflavíkur roadtrip á föstudaginn.
Ég er með miklu hærri laun en ég þorði að vona.
Systir mín kær er búin að bóka far til landsins.

Það er svo gaman hjá mér.

En auðvitað er líka hellings bögg í gangi.

Bakið mitt er ekki að höndla þá miklu erfiðisvinnu sem ég er í.
Fjárhagurinn minn er ekki að fara að höndla það að flytja út.
Bíllinn minn er ekki að fara að höndla roadtrip.
Þvotturinn minn er ekki ennþá búin að þvo sig sjálfur.
Ég á eftir að læra heima og það er komið miðnætti.
Ég er með sár í munnvikinu.
Og ég er með I Kissed a Girl lagið á heilanum.

Slæmi listinn minn er alltaf lengri en góði listinn minn.
En ég samt í geðveikt góðu skapi.
Það er af því að ég get hangið á Facebook að nýju.
Þá skiptir ekkert annað neinu máli.

Ætla að fara að lesa About a Boy í þriðja skiptið.

Nei annars...

Eða jú...

Æi fokk.



tisa at 23:58

0 comments